Við notumst við Puppy Culture prógrammið í hvolpauppeldinu á meðan hvolparnir eru hjá okkur. Puppy culture er einskonar námsskrá fyrir þessar fyrstu vikur í lífi hvolpsins og miðar að því að tryggja að hvolpurinn fái viðeigandi örvun og þjálfun miðað við þroska. Með þessu viljum við stuðla að því að hvolparnir séu sjálfsöruggir, samvinnufúsir og óhræddir að takast á við heiminn á nýjum heimilum.