Hvolpafeður

Hér kynnum við þá rakka sem við notum í okkar ræktun. Við leitumst við að finna rakka sem eru fallegir, heilbrigðir og með frábært, púðlulegt geðslag. 

Winnow Big Hunk O'Love "Óðinn"

Um Óðinn

Óðinn er stórglæsilegur rakki frá Winnow. Á sínum yngri árum var hann sýndur með góðum árangri, en hann er þó fyrst og síðast frábært gæludýr . Foreldrar hans eru meistararnir Charlie (CIB ISCh Curonian Spit Backroad Adventure) og Vaka (CIB ISCh Huffish Put The Blame On Me). Þau urðu bæði ansi langlíf, 15 og 14 ára, en Óðinn var 10 ára við pörun og við hestaheilsu. Óðinn er með frábært, “púðlulegt” geðslag: ljúfur og mannelskur, sérstaklega barngóður, klár og skemmtilegur.

Ættbók

Á Poodle Pedigree Database má sjá fulla ættbók Óðins, allt að 7 kynslóðir í einu og margir forfeður og -mæður með myndum. Þar má einnig greina ættbókina nánar, t.d. sjá að innræktunarstuðull (COI) er 5.7% fyrir 10 kynslóðir.